
Guðmundur Björgvinsson sigraði fimmganginn í fyrra á Sólbjarti frá Flekkudal. Þeir mæta báðir til leiks þó verður Guðmundur með annan hest og Sólbjartur með annan knapa. Ísólfur Líndal Þórisson verður á Sólbjarti en þeir sigruðu fimmganginn í Meistaradeild Norðurlands og verður gaman að sjá hvort þeim takist að sigra Meistaradeildina hérna fyrir sunnan.